NÁMSKEIÐ

Námskeið

Hjóna- og Parasnámskeið

Markmið þessa námskeiðs er að leitast við að:
Kenna aðferð sem notuð er í hjóna- og paravinnu "Emotionally Focused Couple Therapy", en EFT aðferðin er gagnreynd meðferðarnálgun sem er unnin í parameðferð. 

Eft aðferðin er kerfisbundin og gagnreynd aðferð sem er ætlað að draga úr streitu í parsamböndum og skapa traust tengsl þeirra á milli. Titill nálgunarinnar endurspeglar mikilvægi tilfinninga sem lykilatriði í innri upplifun og samskipta í ástarsamböndum. 

Eftir námskeiðið ertu komin með tæki og tól til að dýpka verulega tenginguna í parsambandinu. 

Pör og hjón sem eru tilfinningatengd eru hamingjusamari og fullnægðari en þeir sem eru það ekki,

Eitt af átakaefnum parsambandsins snúast um tilfinningalegt tengslaleysi. Við tökumst oft á við ótta okkar á þann hátt að það hræðir maka okkar – sem ýtir undir tengslaleysi. Afleiðingin er sú að við festumst í dansi mótmæla og fjarlægðar og töpum nándinni.

Fyrigefningarnámskeið

Hvað segja félagsvísindin um fyrirgefninguna. Á þessu námskeiði þá viljum við skyggnast inn í kraft fyrirgefningarinnar til að vinna með áföllin í lífi okkar. Er fyrirgefningin ein af leiðunum til þess? 

Heilbrigð mörk og samskipti

Heilbrigð samskipti heilbrigt líf. Þegar ég hef lært að segja nei þá get ég fyrst sagt já. Leyfðu nei-inu þínu að vera nei og já-inu þínu að vera já. 

Ástartungumál

Lærðu að þekkja ástartungumál þitt og ástvina þinna til að gera líf þitt og þeirra innihaldsríkara.
Hvað þarf maki þinn að gera svo þú upplifir þig elskaða/n? Þessari spurningu verður t.a.m., varpað upp og leitast við að svara henni á þessu námskeiði.

Frelsi frá meðvirkni

Þetta námskeið miðar að því að læra að vera frjáls frá meðvirkni og velja að sýna kærleika til fólks í daglegu lífi. 
Share by: